Stök frétt

Síðastliðinn laugardag dró Umhverfisstofnun um hreindýraveiðileyfi í beinni útsendingu á netinu. Í boði voru 1450 dýr, 389 tarfar og 1061 kýr. Mikil spenna var meðal veiðimanna eins og endranær vegna úthlutunarinnar og hljóp áhorf á þúsundum. Hér er hlekkur á upptökuna.

Alls var úthlutað 1419 dýrum. Ekki voru nógu margar umsóknir um kýr á svæðum 4 og 9 til að allur kúakvótinn gengi út á þeim svæðum.  Því verður skoðað hverjir sóttu um kýr á þeim svæðum í varavali en fengu ekki úthlutun í útdrættinum. 

Á fimmskiptalista svokölluðum voru 59 manns en eftir útdrátt eru 36 manns eftir á honum. Um ræðir þá sem höfðu ekki fengið úthlutun í fimm síðustu umsóknum. Þeir fara nú fram fyrir biðröð þegar úthlutað verður leyfum frá þeim sem skila inn sínum leyfum.

Hægt er að sjá hvar veiðimenn lentu í útdrættinum inni á Þjónustugáttinni - mínum síðum. Eins verða töluvpóstar sendir á umsækjendur í dag og á morgun.