Stök frétt

Umhverfisstofnun hefur gefið út leyfi, dags. 19. janúar 2018, til ORF Líftækni hf., kt: 600169-2039, fyrir afmarkaða starfsemi með erfðabreytt bygg í gróðurhúsi ORF Líftækni við Melhólabraut í Grindavík. Áður hafði fyrirtækið leyfi til að rækta og vinna með erfðabreyttar sojaplöntur á sama stað.

Leyfið er gefið út í samræmi við ákvæði laga nr. 18/1996 um erfðabreyttar lífverur, reglugerðar nr. 276/2002 um afmarkaða notkun erfðabreyttra lífvera annarra en örvera, laga nr. 7/1998 um hollustuhætti og mengunarvarnir og reglugerðar nr. 785/1999 um starfsleyfi fyrir atvinnurekstur sem getur haft í för með sér mengun. Leyfið hefur þegar tekið gildi og gildir til 19. janúar 2028.

Umsagnaraðilar voru ráðgjafanefnd um erfðabreyttar lífverur og Heilbrigðiseftirlit Suðurnesja.

Skjöl:

Starfsleyfi ORF Líftækni með greinagerð leyfis í fylgiskjali

Umsögn Ráðgjafanefndar um erfðabreyttar lífverur

Umsögn Heilbrigðiseftirlits Suðurnesja