Stök frétt

Næsta laugardag, 24. febrúar kl 14.00, verða dregin út hreindýraveiðileyfi í beinni útsendingu á netinu. Alls bárust fyrir árið 2018 3176 umsóknir um 1450 dýr, 389 tarfa og 1061 kú, þar af skulu 40 kýr veiddar í nóvember.
 
Stefnt er á að varpa útdrættinum á heimasíðu Umhverfisstofnunar. Niðurstöður verða sendar með tölvupósti á umsækjendur eftir helgi.