Hægt er að taka einstaka hluta námskeiðsins eða alla hluta í heild sinni. Námskrá námskeiðsins byggist á ákvæðum í reglugerð um meðferð varnarefna. Til þess að öðlast þau réttindi sem námskeiðið veitir þarf að standast próf í lok námskeiðs.
Nánari upplýsingar má nálgast á heimasíðu Landbúnaðarháskóla Íslands, einnig er hægt að senda tölvupóst á endurmenntun@lbhi.is.
Skráning fer fram hér: www.lbhi.is/namskeid
Umhverfisstofnun gefur út notendaleyfi fyrir þá sem kaupa og nota varnarefni í atvinnuskyni. Þeir sem nota varnarefni til eyðingar meindýra skulu hafa notendaleyfi fyrir útrýmingarefnum og þeir sem nota varnarefni í landbúnaði og garðyrkju þ.m.t. garðaúðun skulu hafa notendaleyfi fyrir plöntuverndarvörum.