Umhverfistofnun - Logo

Stök frétt

Umhverfisstofnun í samstarfi við Matvælastofnun hélt réttindanámskeið fyrir verðandi heilbrigðisfulltrúa dagana 5. til 9. febrúar 2018. Fyrstu þrjá dagana var farið yfir þætti er varða lagaumhverfi heilbrigðiseftirlits, stjórnsýslu, hollustuhætti, eftirlit með efnavörum og mengunarvarnir í húsnæði Umhverfisstofnunar í Reykjavík. Seinni tvo daga námskeiðsins var farið yfir þætti er varða matvælalöggjöf og matvælaeftirlit og var kennt í húsnæði Matvælastofnunar á Selfossi.

Alls voru fluttir 43 fyrirlestrar um efni sem tengjast starfi heilbrigðisfulltrúa. Námskeiðið sóttu alls 10 verðandi heilbrigðisfulltrúar auk þess sem fyrirlestrar voru sendir út  til að gera starfandi heilbrigðisfulltrúum og starfsmönnum  Umhverfisstofnunar og Matvælastofnunar kleift að nýta þá til endurmenntunar.

Leyfi umhverfis- og auðlindaráðherra þarf til þess að bera starfsheitið heilbrigðisfulltrúi. Eitt af skilyrðum þess er að viðkomandi að hafi sótt námskeið um stjórnsýslu, lög og reglugerðir sem heilbrigðisfulltrúum ber að sjá um að sé framfylgt.