Opinn fundur verður haldinn á vegum Umhverfisstofnunar á morgun, 14. febrúar kl. 20:00-21:30 í Ásgarði, húsi Landbúnaðarháskóla Íslands á Hvanneyri. Á fundinum verður kynnt stjórnunar- og verndaráætlun fyrir verndarsvæðið í Andakíl.
Dagskráin er eftirfarandi:
20:00 Fundur settur.
20:00-20:30 Staða vinnu við stjórnunar- og verndaráætlunina.
Helstu áherslur og aðgerðir.
Guðbjörg Gunnarsdóttir, Umhverfisstofnun.
Hildur Vésteinsdóttir, Umhverfisstofnun.
20:30-21:20 Almennar umræður um hvernig stjórnunar- og verndaráætlun nýtist fyrir verndarsvæðið.
Kvaðir og ávinningur.
Ragnhildur H. Jónsdóttir, fulltrúi landeigenda og Ragnar Frank Kristjánsson, fulltrúi Landbúnaðarháskóla Íslands.
21:20-21.30 Samantekt og fundarslit.