Umhverfistofnun - Logo

Stök frétt

Umhverfisstofnun hefur borist umsókn, dags. 8. desember 2017, um starfsleyfi sbr. lög nr. 7/1998, um hollustuhætti og mengunarvarnir, frá Munck Íslandi ehf. Fyrirhugaður er rekstur malbikunarstöðvar að Álhellu 18 í Hafnarfirði. Í ljós kom að málið þyrfti nánari athugun Skipulagsstofnunar um hvort að þessi starfsemi falli undir ákvæði laga um mat á umhverfisáhrifum.

Tillaga að starfsleyfi verður auglýst opinberlega þegar hún liggur fyrir og gefst þá öllum tækifæri á að koma með athugasemdir við framkvæmdina áður en ákvörðun um útgáfu starfsleyfis verður tekin.