Vinna við nýjar heimasíður Umhverfis- og orkustofnunar og Náttúruverndarstofnunar er í gangi. Heimasíða Umhverfisstofnunar er virk á meðan vinnunni stendur. Information in English

Stök frétt

Umhverfisstofnun hefur unnið tillögu að starfsleyfi fyrir olíubirgðastöð Olíudreifingar ehf. við Hafnargötu 57, Seyðisfirði. Ekki er til staðar deiliskipulag fyrir þann stað sem þessi stöð stendur á. Í umsögn Seyðisfjarðarkaupstaðar segir að starfsemi sé í samræmi við landnotkun í aðalskipulagi og byggðaþróun og að hún sé í samræmi við samþykkta notkun fasteignar. Því er heimilt að veita starfsleyfi til allt að fjögurra ára.

Umhverfisstofnun hefur ekki hug á að hafa opinn kynningarfund um tillöguna en berist ósk um fund verður það endurskoðað.

Athugasemdir við starfsleyfistillöguna skulu vera skriflegar og sendast á Umhverfisstofnun. Frestur til að skila inn athugasemdum er til 19. janúar 2018.

Tengd skjöl