Stök frétt

Umhverfisstofnun hefur unnið tillögu að starfsleyfi fyrir olíubirgðastöð Olíudreifingar ehf. á Vatneyri við Patreksfjörð. Ekki er um að ræða breytingar á stöðinn en þar hefur verið heimilt að geyma bæði bensín (allt að 200 m3) og aðra olíu.

Umhverfisstofnun hefur ekki hug á að hafa opinn kynningarfund um tillöguna en berist ósk um fund verður það endurskoðað.

Athugasemdir við starfsleyfistillöguna skulu vera skriflegar og sendast á Umhverfisstofnun. Frestur til að skila inn athugasemdum er til 19. janúar 2018.

Tengd skjöld