Stök frétt

Umhverfisstofnun hefur borist umsókn um starfsleyfi sbr. lög nr. 7/1998, um hollustuhætti og mengunarvarnir, frá Efnarás ehf.  fyrir spilliefnamóttöku við Klettagarða 9. Sótt er um leyfi til að taka á móti allt að 1000 tonnum af spilliefnum og sóttmenguðum úrgangi og 4000 tonnum af raf- og rafeindatækjaúrgangi á ári.

Fyrirtækið hefur áður verið með starfsleyfi fyrir sambærilegri starfsemi á lóðinni en helsta mengunarhætta er af starfseminni stafar er ef spilliefni berast í frárennsli. Er í núverandi starfsleyfi krafa um að safnþró sé á frárennsli sem hafi ávallt a.m.k. 3 m3 rými til að taka á móti spilliefnum ef þau fara í frárennsli.

Einnig getur stafað hætta af sprengifimum og rokgjörnum efnum.

Unnið er úr umsókninni og gerð starfsleyfistillögu. Tillaga að starfsleyfi verður auglýst opinberlega þegar hún liggur fyrir og gefst þá öllum tækifæri á að koma með athugasemdir við framkvæmdina áður en ákvörðun um útgáfu starfsleyfis verður tekin.

Uppfært 9. apríl 2018

Efnarás ehf. hefur breytt umsókn sinni og sækir nú um starfsleyfi fyrir spilliefnamóttöku í Gufunesi. Þessi breytta ráðagerð krefst þess að matskyldufyrirspurn þarf að fara fram áður en hægt er að gefa út starfsleyfi.