Stök frétt

Umhverfisstofnun hefur lokið úthlutun endurgjaldslausra losunarheimilda til flugrekenda í viðskiptakerfi ESB með losunarheimildir fyrir árið 2017. Alls var úthlutað 360.815 losunarheimildum til flugrekenda.

Eftirtaldir flugrekendur fengu úthlutað endurgjaldslausum losunarheimildum fyrir árið 2017:

CRCO

Flugrekandi

Heildarúthlutun 2017

3176

Air Iceland Connect

8.011

1479

Icelandair

186.364

Losunarheimildir eru í tonnum af koldíoxíði (CO2)

 

Þeir flugrekendur sem eru undanþegnir gildissviði viðskiptakerfisins, sem eru flugrekendur með heildarlosun undir 1.000 tonn CO2 á ári eða flugrekendur í atvinnurekstri með færri en 243 flugferðir á hverju tímabili og eiga rétt á að fá úthlutað endurgjaldslausum losunarheimildum voru eftirfarandi: 

CRCO

Flugrekandi

Heildarúthlutun 2017

30279

Papier- Mettler

61

35130

Switchback Argentina, LLC

0

35682

Investair 300, LLC

1

f12111

Supervalu Inc.

4

28475

Silk Way Airlines LLC

4

Losunarheimildir eru í tonnum af koldíoxíði (CO2)

Tveir flugrekendur sem sóttu um úthlutun úr sjóði fyrir nýja þátttakendur í flugstarfsemi til Umhverfisstofnunar fengu úthlutað endurgjaldslausum losunarheimildum fyrir árið 2017::

CRCO

Flugrekandi

Heildarúthlutun 2017

40090

WOW Air

152.382

27616

Bluebird Cargo

14.058

Losunarheimildir eru í tonnum af koldíoxíði (CO2)

 

Samkvæmt lögum nr. 70/2012 um loftslagsmál úthlutar Umhverfisstofnun endurgjaldslausum losunarheimildum til flugrekenda sem falla undir ETS og eru undir umsjón íslenska ríkisins, í samræmi við skilgreind árangursviðmið.

 

Nánari upplýsingar og ítarefni má sjá á heimasíðu Umhverfisstofnunar: http://ust.is/atvinnulif/vidskiptakerfi-esb/flug/

og á heimasíðu framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins: https://ec.europa.eu/clima/policies/transport/aviation_en