Stök frétt

Í samræmi við 6. gr. í I. kafla laga nr. 7/1998 um hollustuhætti og mengunarvarnir og 24. gr. reglugerðar nr. 785/1999, er nú aðgengileg tillaga að starfsleyfi fyrir Advanced Marine Services Limited (fyrirsvar: LEX lögmannsstofa).

Um er að ræða framkvæmd við leit að verðmætum í flaki skipsins Minden sem liggur á hafsbotni í 120 sjómílna fjarlægð suðaustur af Íslandi.

Athugasemdir við tillöguna skulu vera skriflegar og sendar Umhverfisstofnun. Frestur til að skila inn athugasemdum er til og með 15. september 2017.

Umhverfisstofnun

Tengd skjöl