Stök frétt

Franskt kvikmyndatökulið fékk fyrir skemmstu leyfi hjá Umhverfisstofnun til að fara og heimsækja Surtsey. Tilgangur ferðarinnar var að taka upp efni í heimildarþáttaröð um eldfjöll.

Mjög strangar reglur gilda um leyfi til að heimsækja eyna. Starfsmaður friðlandsins, Þórdís Vilhelmína Bragadóttir, fór með Frökkunum út í Surtsey og fylgdist með að allt færi fram eftir bókinni.

Það er ekki á hverjum degi sem nýjar myndir birtast úr Surtsey en Þórdís tók myndina sem fylgir.