Stök frétt

Föstudaginn 12. apríl síðastliðinn skilaði Umhverfisstofnun skýrslu um losun gróðurhúsalofttegunda á Íslandi frá árinu 1990 til 2015 (National Inventory Report) til loftslagssamnings Sameinuðu þjóðanna. Í skýrslunni er að finna ítarlegar upplýsingar um losun gróðurhúsalofttegunda á Íslandi, hvernig losunin hefur þróast frá árinu 1990 ásamt lýsingu á aðferðafræðinni sem er notuð við útreikningana.

Árið 2015 var losunin 4.538 kílótonn af CO2-ígildum sem er 28% aukning frá árinu 1990 (3.541 kt. CO2-íg.) og tæplega 2% aukning frá árinu 2014 (4.454 kt. CO2-íg.). Losun gróðurhúsalofttegunda á hvern íbúa á Íslandi árið 2015 var 13,8 tonn, en 13,6 tonn árið 2014 og 14 tonn árið 1990.

Losuninni er skipt í fimm flokka eftir því hver uppspretta losunarinnar er. Flokkarnir eru orka, iðnaðarferlar, landbúnaður, úrgangur og landnotkun, breytt landnotkun og skógrækt (Land use, land use change and forestry - LULUCF). Losun frá LULUCF fellur ekki undir skuldbindingar Íslands í loftslagsmálum. Í töflunni og myndinni hér að neðan má sjá hvernig losun Íslands skiptist milli mismunandi flokka og hefur þróast frá árinu 1990. Helsta aukningin frá árinu 1990 hefur átt sér stað í losun frá  iðnaðarferlum, 111,8%. Losun frá úrgangi hefur einnig aukist verulega, eða um 26,5% frá árinu 1990. Losun frá bæði orku og landbúnaði hefur þó dregist saman um tæplega 5% miðað við árið 1990.

 

1990

1995

2000

2005

2010

2014

2015

Breyting ´90-´15

Breyting´14-´15

1 Orka

1,777

1,916

2,034

2,063

1,859

1,682

1,695

-4.60%

0.80%

2 Iðnaðarferlar

954

567

1,004

960

1,947

1,939

2,021

111.80%

4.23%

3 Landbúnaður

647

591

596

566

597

626

615

-4.88%

-1.74%

4 Landnotkun, breytt landnotkun

og skógrækt (LULUCF)

10,134

10,086

10,139

10,198

10,336

10,322

10,274

1.39%

-0.47%

5 Úrgangur

164

207

229

244

247

208

207

26.50%

-0.28%

Losun án LULUCF

3,541

3,281

3,863

3,863

4,649

4,454

4,538

28.15%

1.88%

Losun með LULUCF

13,675

16,648

14,002

17,864

14,985

14,776

14,812

8.32%

0.24%

 

Árið 2015 komu 44% af losun Íslands (án landnotkunar) frá iðnaðarferlum, 37% frá orku, 14% frá landbúnaði og 5% frá úrgangi. Yfir 88%  (1.322 kt. CO2-íg.) af þeirri losun sem fellur undir orkuflokkinn er til komin vegna bruna á jarðefnaeldsneyti. 40% af losuninni kom frá rekstraraðilum staðbundins iðnaðar er fellur undir viðskiptakerfi ESB með losunarheimildir og greiddu því rekstraraðilar eina losunarheimild fyrir hvert losað tonn.