Umhverfistofnun - Logo

Stök frétt

Settur var upp teljari við Gullfoss í dag en hann telur alla þá sem fara um göngustíginn sem liggur frá Gullfoss kaffi og niður að stiga.

Mælirinn er færanlegur og er ætlað að gefa upplýsingar um fjölda fólks á friðlýstum svæðum á vegum Umhverfisstofnunar.

Samkvæmt mælingum lögðu ein milljón og tvö hundruð þúsund manns leið sína upp að Gullfossi á síðasta ári.