Stök frétt

Umhverfisstofnun vill hvetja ríkisstofnanir til að taka þátt í Grænum skrefum í ríkisrekstri og skila grænu bókhaldi.

Grænt bókhald er verkfæri fyrir stofnanir til að fylgjast með helstu umhverfisþáttum í starfsemi stofnana, bæði til að sjá tækifæri til hagræðingar og hvar best er að draga úr neikvæðum umhverfisáhrifum vegna rekstrarins.

Áhugi stofnana á umhverfismálum hefur aukist mikið á síðustu árum sem má sjá á því að 40 stofnanir eru nú þátttakendur í Grænum skrefum í ríkisrekstri með yfir 100 starfsstöðvar.

Umhverfisstofnun fer með umsjón verkefnisins og veitir stofnunum aðstoð og ráðleggingar við gerð bókhaldsins.

Hægt er að hafa samband við Hólmfríði Þorsteinsdóttur til að fá frekari upplýsingar eða aðstoð við að koma verkefninu af stað holmfridur.th@ust.is.