Stök frétt

Umhverfisstofnun vinnur nú að stefnumótun til næstu fimm ára. Í síðustu viku fóru fram vinnudagar þar sem m.a. fulltrúum frá atvinnulífi og félagasamtaka var boðið til viðræðna.

Þátttakendur voru á einu máli um að öll samræða væri af hinu góða og þóttu stefnumótunardagar Umhverfisstofnunar takast vel. Afraksturinn verður kynntur síðar.

Á myndinni má m.a. sjá Kristínu Lindu Árnadóttur í samræðu við starfsfólk um Græn markmið.