Stök frétt

fiskeldi

Umhverfisstofnun hefur unnið tillögu að starfsleyfi fyrir Arctic Sea Farm hf. til framleiðslu á allt að 6.800 tonnum á ári af laxi í Patreskfirði og Tálknafirði. Tillagan ásamt umsókn rekstraraðila verður aðgengileg á skrifstofu sveitarstjórnar Vesturbyggðar, Aðalstræti 63, Patreksfirði og auk þess á skrifstofu Tálknafjarðar, á tímabilinu 20.mars til 16.maí 2017.

Athugasemdir við tillöguna skulu vera skriflegar og sendar Umhverfisstofnun. Frestur til að skila inn athugasemdum er til 16.maí 2017. Meðfylgjandi er auglýst tillagaUmhverfisstofnunar, umsóknargögnin, tilkynning til Skipulagsstofnunar og matsskýrsla.

Arctic Sea Farm hf. fór í sama umhverfismat Fjarðalax ehf. en starfsleyfistillaga fyrir það eldi er í auglýsingu til 8. maí 2017.

„Umhverfisstofnun hefur ekki áform um að halda almennan kynningarfund um tillöguna á auglýsingatíma, en mun endurskoða þá ákvörðun ef eftir því verður óskað.“

Tengd skjöl