Stök frétt

Umhverfisstofnun auglýsir tillögu að nýju starfsleyfi fyrir Malbikunarstöð Akureyrar og er þar um að ræða áframhald fyrri rekstrar.

Rekstur stöðvarinnar fer fram að sumarlagi og er staðsettur norðan við Súluveg á Akureyri. Akureyrarkaupstaður er rekstraraðili stöðvarinnar. Gert er ráð fyrir með fylgi leyfi til að reka bikgeymi á hafnarkanti.

Starfsleyfistillagan gerir ráð fyrir þeim möguleika að stöðin muni á starfsleyfistíma endurnota fræst malbik í framleiðsluna en það hefur ekki verið gert til þessa og að svo stöddu munu ekki vera áform um það. Annars er tillagan að mestu í samræmi við nýleg starfsleyfi fyrir sambærilega starfsemi. Umhverfisstofnun notar við gerð starfsleyfistillagna af þessu tagi skjalið „Environment Guidelines on Best Available Techniques (BAT) for the Production of Asphalt Paving Mixes“, útgefið af EAPA í júní 2007, sem viðmiðun fyrir bestu fáanlegu tækni.

Tillagan mun liggja frammi ásamt umsóknargögnum í Ráðhúsi Akureyrar, Geislagötu 9, á tímabilinu 27. október  til 22. desember 2016. Frestur til að gera athugasemdir við tillöguna er til 22. desember 2016.

Umhverfisstofnun hefur ekki áform um að halda almennan kynningarfund um tillöguna á auglýsingatíma, en mun endurskoða þá ákvörðun ef eftir því verður óskað.

Tengd skjöl