Stök frétt

Dagana 7 og 8 júli var hópur sjálfboðaliða að störfum við Hraunfossa. Verkefnin voru að skipta út staurum norðanmegin við Hvítá, laga ræsi, taka niður ferðamannavörður, klippa og færa nokkur tré til að loka villigötum. Borað var fyrir 60 nýjum staurum til að ítreka lokanir norðan megin við Hvítá.

Hópurinn gisti í tjöldum fram í Húsafelli með aðgengi að eldhúsi og þvottaaðstöðu. Fór landvörður með þeim í ferð í Surtshelli að lokinni vinnu og var hópurinn alsæll með þá heimsókn.

Þetta var hópur af hörkuduglegum og skemmtilegum einstaklingum frá ýmsum löndum í Evrópu, sem hefur mikinn áhuga á náttúruvernd og stjórn og umsjón friðlýstra svæða. Hópurinn þakkar landverði kærlega fyrir sig. Viðhald á svæðum væri erfitt án sjálfboðaliðahópa sem sérhæfa í stígagerð og í aðgerðum sem stuðla til verndurnar.