Umhverfistofnun - Logo

Stök frétt

Umhverfisstofnun hefur, í samræmi við 2. mgr. 27. gr. í reglugerð nr. 785/1999, um starfsleyfi fyrir atvinnurekstur sem getur haft í för með sér mengun, fallist á færslu starfsleyfis, útg. af Umhverfisstofnun 2. janúar 2006 vegna olíubirgðastöðvar á Eiðinu í Vestmannaeyjum, frá Skeljungi hf. yfir á Olíudreifingu ehf. Ekki verður önnur breyting á starfsemi skv. starfsleyfinu.

Með þessu færast öll réttindi og allar skyldur varðandi starfsleyfið til Olíudreifingar ehf. Starfsleyfið gildir til 31. janúar 2018.