Umhverfistofnun - Logo

Stök frétt

Umhverfisstofnun vekur athygli neytenda á því að Halldór Jónsson ehf. hefur innkallað Nioxin Cleanser no 1 fine hair 300 ml og Nioxin Scalp Treatment no 1 fine hair 100 ml. Ástæða innköllunarinnar er sú að vörurnar innihalda ísóbútýlparaben sem samkvæmt snyrtivörureglugerð (EB) nr. 1223/2009 er ekki leyfilegt að nota í snyrtivörur. Halldór Jónsson ehf. beinir því til neytenda sem keypt hafa vöruna að nota hana ekki og farga henni eða skila til Halldórs Jónssonar ehf. í Skútuvogi 11.

Frekari upplýsingar má finna á heimasíðu Halldórs Jónssonar ehf.