Umhverfistofnun - Logo

Stök frétt

Þann 6. apríl síðastliðinn gaf Umhverfisstofnun út starfsleyfi fyrir meðhöndlun úrgangs að Bjarnhólum, Borgarbyggð.  Rekstraraðili er sveitarfélagið Borgarbyggð.  Tillaga að starfsleyfinu var auglýst á tímabilinu 22. janúar – 18. mars 2016 en Umhverfisstofnun bárust engar athugasemdir við tillöguna.  Samkvæmt hinu nýja starfsleyfi er Borgarbyggð heimilt að taka á móti allt að 520 tonnum af úrgangi á ári.  Þetta magn skiptist í urðun á 80 tonnum af óvirkum úrgangi, kurlun og aðra meðhöndlun á 310 tonnum af viðarúrgangi og garðaúrgangi, jarðgerð úr 120 tonnum af garðaúrgangi og hrossataði og geymslu á 10 tonnum af brotamálmum.  Starfsleyfið gildir til næstu 16 ára.  Eftirlit með starfseminni er í höndum Umhverfisstofnunar.