Umhverfistofnun - Logo

Stök frétt

Mikil umsvif hafa verið í Mývatnssveit undanfarinn mánuð en þar fara nú fram tökur á erlendri stórmynd á ísilögðu Mývatni. Eftirlitsmenn Umhverfisstofnunar haft eftirlit með starfseminni.

Síðastliðna viku hefur það hent í tvígang að ís hefur brostið undan vinnuvélum á vatninu þar sem verið var að hreinsa burtu gamla snjóruðninga með þeim afleiðingum að þær lentu í vatninu. Svo virðist sem veikir blettir hafi myndast á stöðum þar sem snjófarg hefur legið. Þeim stöðum hefur nú verið lokað og fer kvikmyndatakan fram á traustum ís.

Í bæði skiptin var viðbragðsáætlun True North við mengunarslysum virkjuð. Lítilsháttar olía lak út í vatnið þegar fyrra óhappið varð en ekki hefur greinst olía í sýnum sem eftirlitsmenn hafa tekið eftir atvikin. Til öryggis var ákveðið að fjarlægja allan ís í og við vakirnar þar sem slysin áttu sér stað og verður hann sendur til förgunar.

Samstarf Umhverfisstofnunar og kvikmyndargerðarfólks á vettvangi var farsælt.