Vinna við nýjar heimasíður Umhverfis- og orkustofnunar og Náttúruverndarstofnunar er í gangi. Heimasíða Umhverfisstofnunar er virk á meðan vinnunni stendur. Information in English

Stök frétt

Umhverfisstofnun hefur veitt fiskeldisfyrirtækinu Arnarlaxi hf., Bíldudal,starfsleyfi fyrir sjókvíaeldi í Arnarfirði. Leyfið veitir heimild til að framleiða allt að 10.000 tonn af laxi á ársgrundvelli.

Tillaga að starfsleyfi fyrir fiskeldið var auglýst á tímabilinu 20. janúar til 18. mars 2015. Auk opinberrar auglýsingar á tillögunni var hún sérstaklega send til umsagnar hjá umsækjanda, og hagsmunaaðilum.

Umhverfisstofnun bárust átta athugasemdir við auglýsingu tillögu starfsleyfisins frá Ara Wendel, Fjarðarlaxi, Landsambandi fiskeldisstöðva, Landsambandi veiðifélaga, NASF, Skipulagsstofnun, Óttari Yngvasyni og Veiðifélagi Laxár á Ásum.

Upplýsingar um meðferð athugasemda eru í greinargerð sem fylgir fréttinni.

Nýja starfsleyfið tók gildi 15. febrúar sl. og gildir til 15. febrúar 2032.

Tengd skjöl