Stök frétt

Umhverfisstofnun hefur gefið út starfsleyfi fyrir olíubirgðastöð í Hvalfirði. Olíubirgðastöðvarnar að Litla-Sandi og Digralæk 1 eru nú reknar í einu lagi og með einu starfsleyfi á vegum Olíudreifingar ehf.

Tillaga að starfsleyfi var auglýst á tímabilinu 24. september til 19. nóvember 2015. Ein umsögn barst á auglýsingatíma og hún kom frá Hvalfjarðarsveit og sneri hún að ýmsum rekstrarþáttum, svo sem tryggingum, eftirlitsmælingum o.fl. Viðbrögð við athugasemdum sveitarfélagsins koma fram í sérstakri greinargerð sem fylgir fréttinni. Aðeins voru gerðar smávægilegar breytingar á texta starfsleyfins frá auglýstri tillögu.

Starfsleyfið gefur heimild til þess að  geyma allt að 133.000 m3 í stöðinni af olíu og bensíni og ofanjarðar á Litla-Sandi í hverjum geymi allt að 6.850 m3 og neðanjarðar á Digralæk 1 allt að 12.700 m3 af olíu í hverjum geymi. Þá er heimil móttaka á úrgangsolíu.

Starfsleyfið öðlast þegar gildi og gildir til 10. desember 2031.

Tengd skjöl