Stök frétt

Umhverfisstofnun hefur samþykkt að gera tillögur að breytingum á tveimur starfsleyfum Matorku ehf. annars vegar fyrir eldisstöðina Fellsmúla Hellu og hins vegar í Grindavík.

Matorka ehf. sendi Umhverfisstofnun erindi dags. 3. nóvember sl. um breytingu á starfsleyfi útg. 14. janúar 2015 fyrir 3.000 tonna ársframleiðslu í fiskeldisstöð í Grindavík á bleikju og borra til manneldis. Óskað var eftir að framleiða sama magn en að framleiðslan nái til bleikju, lax, regnboga og borra í stað bleikju og borra.

Umhverfisstofnun hefur ákveðið að gera tillögu að breytingu á starfsleyfinu sbr. umsókn rekstraraðila og er breytingartillagan hér auglýst. Frestur til að gera athugasemdir við tillöguna eru 8 vikur frá birtingu auglýsingar. Að þeim tíma loknum og að teknu tilliti til athugasemda sem kunna að berast mun stofnunin taka ákvörðun um breytinguna.

Íslensk Matorka ehf., nú Matorka ehf. sendi Umhverfisstofnun erindi dags. 22. júní sl. um breytingu á starfsleyfi útg. 4. desember 2014 um 350 tonna ársframleiðslu á bleikju- og borraseiðum Fellsmúla, Hellu. Óskað var eftir að framleiða sama magn en að framleiðslan nái til bleikju-, lax-, regnboga- og borraseiða í stað bleikju- og borraseiða.

Umhverfisstofnun hefur ákveðið að gera tillögu að breytingu á starfsleyfinu sbr. umsókn rekstraraðila og er breytingartillagan hér auglýst. Að þeim tíma loknum og að teknu tilliti til athugasemda sem kunna að berast mun stofnunin taka ákvörðun un breytinguna.

Tillögur að breyttum starfsleyfum.