Vinna við nýjar heimasíður Umhverfis- og orkustofnunar og Náttúruverndarstofnunar er í gangi. Heimasíða Umhverfisstofnunar er virk á meðan vinnunni stendur. Information in English

Stök frétt

Atlantsolía ehf. hefur sótt um starfsleyfi fyrir olíubirgðastöð sína í Hafnarfirði sem samanstendur af einum bensíngeymi og tveimur geymum fyrir dísilolíu, lífdísilolíu og gasolíu. Auk þess er gert ráð fyrir rekstri löndunarbúnaðar við löndunarbryggju, búnaði fyrir íblöndunarefni o.fl.

Tillaga Umhverfisstofnunar að starfsleyfi fyrir stöðina líkist öðrum starfsleyfistillögum fyrir olíubirgðastöðvar sem Umhverfisstofnun hefur veitt starfsleyfi að undanförnu. Helsta áhyggjuefnið er að stöðin liggur nokkuð nærri friðlýstu svæði, Hvaleyrarfólkvangi, en hann var friðlýstur á gildistíma fyrra starfsleyfis stöðvarinnar vegna verndargildis (lífríki og leirur sem eru mikilvæg búsvæði fyrir fugla) og gildis svæðisins sem útivistarsvæðis.

Tillagan mun liggja frammi til kynningar ásamt umsóknargögnum á skrifstofu Hafnarfjarðarbæjar á tímabilinu  24. nóvember 2015 til 19. janúar 2016. Tillöguna má einnig nálgast á vefsíðu Umhverfisstofnunar, ásamt fylgigögnum. Frestur til að gera athugasemdir við tillöguna er til 19. janúar 2016.

Ekki er fyrirhugað að halda kynningarfund um tillöguna en Umhverfisstofnun mun skoða það nánar ef áskoranir berast þar um.

Tengd skjöl