Stök frétt

Dagur íslenskra tungu, fæðingardagur Jónasar Hallgrímssonar, var í gær 16. nóvember. Víða í þjóðgarðinum Snæfellsjökli og nágrenni er hægt að lesa falleg ljóð sem sett hafa verið á skilti og tengja þannig saman náttúruna og tungumálið. Það er gaman að rölta um og rekast á fallegt ljóð í fögru umhverfi en bæklingur sem sýnir hvar ljóðin eru er fáanlegur á gestastofu þjóðgarðsins á Hellnum. Verkefnið var styrkt af Menningarráði Vesturlands.

Á myndinni má sjá ljóðið ljóðið Pensildrætti blámans eftir Einar Má Guðmundsson sem er við Djúpalónssand.

Ljóðið Brimblús eftir Ísak Harðarson á vel við þessa dagana en ljóðið er á Malarrifi.

Brimblús

Þarna er brimið og skvettist
og brimið skvettist
og skvettist

og löngu eftir að þú ert skráþurr og mold

þá skvettist brimið
og skvettist
og skvettist enn