Stök frétt

Umhverfisstofnun hefur gefið út leyfi til Orf Líftækni hf. fyrir afmarkaða starfsemi með erfðabreyttar sojaplöntur í gróðurhúsi Orf Líftækni við Melhólabraut í Grindavík. Áður hafði fyrirtækið leyfi til að rækta og vinna með erfðabreytt bygg á sama stað.

Umsagnaraðilar voru ráðgjafanefnd um erfðabreyttar lífverur, Vinnueftirlitið og Náttúrufræðistofnun Íslands. Í umsögn Náttúrufræðistofnunar Íslands kemur m.a. fram að litlar sem engar líkur séu á því að ræktun erfðabreyttra sojabaunaplantna í lokuðu gróðurhúsi Orf Líftækni geti haft neikvæð áhrif á náttúrulega flóru Íslands.

Leyfið er gefið út á grundvelli laga um erfðabreyttar lífverur nr. 18/1996 og reglugerðar nr. 276/2002 um afmarkaða notkun erfðabreyttra lífvera, annarra en örvera og gildir til ársins 2025.


Skjöl: