Stök frétt

Umhverfisstofnun vekur athygli á því að Landbúnaðarháskóli Íslands stendur fyrir námskeiði um meðferð varnarefna dagana 9.-13. nóvember n.k. Námskeiðið er ætlað þeim sem hyggjast nota varnarefni í atvinnuskyni, annað hvort við útrýmingu meindýra eða í landbúnaði og garðyrkju. Hluti af námskeiðinu eru auk þess ætlaður þeim sem hyggjast gerast ábyrgðaraðilar í sölu varnarefna til notkunar í atvinnuskyni. Skipulag námskeiðsins er með þeim hætti að hægt er að velja einstaka hluta þess eða að taka það í heild sinni. Standast þarf próf í námsefninu til þess að öðlast þau réttindi sem námskeiðið veitir.

Nánari upplýsingar má nálgast á heimasíðu Landbúnaðarháskóla Íslands og hjá Guðrúnu Lárusdóttur endurmenntunarstjóra.

Hægt er að skrá sig til þátttöku á heimasíðu Landbúnaðarháskóla Íslands með því að smella hér.

Til þess að mega kaupa og nota varnarefni til notkunar í atvinnuskyni við eyðingu meindýra eða í landbúnaði og garðyrkju þ.m.t. garðaúðun, þarf að hafa notendaleyfi sem gefin eru út af Umhverfisstofnun. Þeir sem nota varnarefni til eyðingar meindýra skulu hafa notendaleyfi fyrir útrýmingarefnum og þeir sem nota varnarefni í landbúnaði og garðyrkju, þ.m.t. garðaúðun, skulu hafa notendaleyfi fyrir plöntuverndarvörum.