Stök frétt

batterí

Umhverfisstofnun boðar til kynningarfundar fyrir aðila á markaði og sveitarfélög um reglur er varða innflutning og framleiðslu, sölu og dreifingu á rafhlöðum, rafgeymum og rafeindatækjum. Á fundinum verður farið yfir nýlegar og væntanlegar breytingar á reglugerðum, hvaða kröfur innflytjendur, framleiðendur og sölu- og dreifingaraðilar þessara vara þurfa að uppfylla og hvernig eftirliti Umhverfisstofnunar með þeim er háttað. Fundurinn verður haldinn í húsakynnum Umhverfisstofnunar að Suðurlandsbraut 24, 5. hæð, þann 28. október kl. 10.00- 11.00. Boðið verður upp á þátttöku gegnum fjarfundarbúnað, einnig verður upptaka af fundinum aðgengileg eftir fundinn á vefsíðu Umhverfisstofnunar.

Dagskrá:

  • Skyldur aðila á markaði og sveitarfélaga
  • Gagnaskil og markmið
  • Eftirlit Umhverfisstofnunar

Hólmfríður Þorsteinsdóttir, sérfræðingur
Páll Kolka
, sérfræðingur

Vinsamlegast tilkynnið þátttöku með því að senda tölvupóst á ust@ust.is fyrir lok dags þann 26. október og látið koma fram hvort viðkomandi hyggist sitja fundinn sjálfan eða taka þátt í gegnum fjarfund/vefsíðu.