Stök frétt

Umhverfisvænn rekstur stofnanir ríkisins eykst milli ára en svo sýnir ný könnun meðal forstöðumanna ríkisstofnana og ráðuneyta um vistvæn innkaup og grænan ríkisrekstur. Þetta er í annað sinn sem slík könnun er gerð og var hún send til 185 stofnana en svör bárust frá 101 stofnun. Helsta niðurstaða könnunarinnar árið 2013 var að forstöðumenn kölluðu eftir fræðslu og einföldum verkfærum til að geta unnið betur að vistvænni rekstri. Til að bregðast við því var verkefnið Græn skref í ríkisrekstri sett á fót og hafa nú 23 stofnanir skráð sig í verkefnið.

Niðurstöður könnunarinnar í ár eru þær að almennt hefur umhverfisstarf innan stofnana aukist, stofnanir hafa sett sér umhverfisstefnu og -markmið og flokka sorp í meira mæli en áður og 42% stofnana bjóða nú starfsmönnum sínum uppá samgöngusamningarnir samanborið við 15% árið 2013. Minni breytingar eru í vistvænum innkaupum stofnana milli ára en fleiri stofnanir hafa þó gert innkaupagreiningu, sett sér innkaupastefnu, upplýst birgja um aukin kaup á vistvænni vörum og þekkja líka til umhverfisskilyrða.

Ánægjulegt er að sjá að forstöðumenn nefna mörg jákvæð áhrif umhverfisstarfs og felast þau meðal annars í ánægðara starfsfólki, bættri ímynd stofnunar, rekstrarlegu hagræði og að starfsmenn nýta sér vistvænni samgöngumáta í meira mæli sem eykur hreysti og ánægju starfsfólks.

Könnunina má sjá hér