Stök frétt

dalabyggð

Þann 9. september síðastliðinn gaf Umhverfisstofnun út starfsleyfi fyrir nýjan urðunarstað Dalabyggðar við Laxárdalsveg.  Tillaga að starfsleyfinu var auglýst á tímabilinu 9. júlí – 3. september 2015 en Umhverfisstofnun bárust engar athugasemdir við tillöguna.  Samkvæmt hinu nýja starfsleyfi er Dalabyggð heimilt að taka á móti og urða allt 500 tonn af óvirkum úrgangi á ári.  Starfsleyfið gildir til næstu 12 ára.  Eftirlit með starfseminni er í höndum Umhverfisstofnunar.

 

Tengd skjöl