Stök frétt

Umhverfisstofnun varar við hinum vinsæla EOS varasalva í appelsínugulum umbúðum. Hann ber heitið „medicated lip balm tangerine“. Þetta á ekki við um aðrar gerðir eða liti EOS varasalvans.

Stofnunin hefur krafist þess að innflutningsaðilar taki varasalvann úr sölu, innkalli hann og sendi frá sér fréttatilkynningu um málið. Þau tvö fyrirtæki sem Umhvefisstofnun er kunnugt um að flytji inn varasalvann hafa orðið við þessum kröfum. Á eftirfarandi vefslóðum má sjá fréttatilkynningar frá þeim:

http://www.visir.is/appelsinugulur-eos-varasalvi-tangerine-tekinn-ur-solu/article/2015150919237

http://www.artica.is/index.php/frettir

Varasalvinn inniheldur efnið phenol sem bannað er að nota í snyrtivörur í Evrópu samkvæmt reglugerð ESB um snyrtivörur því phenoler hugsanlegur krabbameinsvaldur. Varasalvinn er framleiddur í Bandaríkjunum en þar hefur phenol ekki verið bannað í snyrtivörum.

Umhverfisstofnun bendir þeim sem hafa keypt EOS varasalvann í appelsínugulu umbúðum á að snúa sér til Hagkaups eða Artica ehf. eftir því hvar varasalvinn var keyptur.