Stök frétt

foss istock
Mosfellsbær og Umhverfisstofnun bjóða til opins fundar um heilsusamlegan og grænan lífsstíl í Framhaldsskólanum í Mosfellsbæ á Degi íslenskrar náttúru þann 16. september næstkomandi frá klukkan 17:30 til 19:00. Fundargestum gefst kostur á að bera upp spurningar og taka þátt í opnum samræðum við fyrirlesara eftir að þeir hafa flutt mál sitt.  

Dagskrá:

  • Lýðheilsa og græn svæði – Gígja Gunnarsdóttir, íþrótta- og heilsufræðingur hjá Embætti landlæknis.
  • Er plastpoki nauðsyn? – Elva Rakel Jónsdóttir umhverfisfræðingur hjá Umhverfisstofnun.
  • Hvað er svona merkilegt við hjólreiðar?– Kolbrún Björnsdóttir, fjölmiðla- og hjólakona.
  • Er lífið lotterí? - Heilsueflandi samfélag – Ólöf Kristín Sívertsen, lýðheilsufræðingur hjá Heilsuvin.

Fundarstjóri: Sigurjón M. Egilsson, útvarpsmaður.