Stök frétt

Þann 9. september 2015 gaf Umhverfisstofnun út starfsleyfi fyrir spilliefnamóttöku Efnamóttökunnar hf, að Berghellu 1 í Hafnarfirði.

Tillaga að starfsleyfinu var auglýst á tímabilinu 15. maí til 10. júlí 2015 og bárust jákvaðar umsagnir frá Heilbrigðiseftirliti Hafnarfjarðar- og Kópavogssvæði og Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins en rekstraraðili sjálfur gerði athugasemd við losunarmörk fyrir olíu í frárennsli, sjá meðfylgjandi greinargerð.

Samkvæmt hinu nýja starfsleyfi er rekstraraðila heimilt taka á móti allt að 7.900 tonnum af spilliefnum, raftækjum og öðrum úrgangi á ári til meðhöndlunar, þ.e. til flokkunar, pökkunar, annars frágangs og geymslu.

Sjá nánar