Stök frétt

Höfundur myndar: European Chemicals Agency

Evrópska efnalöggjöfin getur verið flókin og nú hefur Efnastofnun Evrópu (ECHA) gefið út leiðbeiningarefni fyrir fyrirtæki sem markaðssetja efnavörur.  Annars vegar er um upplýsingar á heimasíðu ECHA þar sem hægt er að feta sig áfram með því að svara einföldum spurningum og hins vegar hægt að hlaða niður bæklingi þar sem farið er nánar í reglur varðandi framleiðslu, markaðssetningu og notkun efnavara í Evrópu og hvernig er best að feta sig áfram í gegnum evrópsku efnalöggjöfina.

Umhverfisstofnun hvetur fyrirtæki til að kynna sér þetta efni til að koma í veg fyrir ólöglega markaðssetningu á efnavörum.  Hægt er að fá frekari upplýsingar á heimasíðu stofnunarinnar eða senda fyrirspurn á ust@ust.is