Stök frétt

Frá og með 1. september 2015 má ekki markaðssetja sæfivöru á Evrópska efnahagssvæðinu ef framleiðandi eða innflytjandi virka efnisins í vörunni er ekki á sérstökum lista frá Efnastofnun Evrópu yfir viðurkennda birgja virkra efna. Þessi listi er einnig þekktur sem 95 listinn.  Tilgangur listans er að deila kostnaði við áhættumat á virku efnunum sem notuð eru í sæfivörur.

Sæfivörur eru (biocides) eru efnavörur sem innihalda eitt eða fleiri virk efni sem ætlað er að eyða hættulegum lífverum, bægja þeim frá eða gera þær skaðlausar með efna- eða líffræðilegum aðferðum. Sem dæmi um sæfivörur má nefna sótthreinsivörur, viðarvarnarefni, fæliefni og nagdýra- og skordýraeitur. 

Frekari upplýsingar og 95 listann og sæfivörur er að finna á heimasíðu UST.