Stök frétt

Skilgreindur hefur verið dagur þolmarka jarðarinnar en það er sá dagur ársins þegar árleg eftirspurn mannkynsins fyrir vöru og þjónustu sem jörðin veitir okkur fer fram úr því sem hún getur endurnýjað árlega. Þessi þjónusta er í raun gjafir jarðar og birtast okkur  t.d. í formi ávaxta, grænmetis, bómullar í föt, fisks, kjöts, trjáa og í upptöku koltvísýrings úr andrúmslofti okkar.
 
Þetta þýðir að frá með gærdeginum 13. ágúst og það sem eftir lifir árs erum við að ganga á auðlindir jarðarinnar á ósjálfbæran hátt. Koltvísýringur eykst meira í andrúmsloftinu en jörðin getur bundið, skógar hverfa, dýrategundir deyja út eða dýrastofnar eru ofnýttir. Árið 2014 voru þolmörk jarðarinnar tæpri viku seinna sem þýðir að við göngum hraðar og hraðar á þá þjónustu sem jörðin getur veitt á ári hverju.

http://www.overshootday.org/