Stök frétt

Vissir þú að alþjóðadagur landvarða er 31. júlí ár hvert? Þessi dagur er til að minnast þeirra mörgu landvarða sem hafa látist eða slasast við skyldustörf. Einnig er þessi dagur haldinn hátíðlegur til að fagna starfi landvarða  um allan heim við að vernda náttúru- og menningalegu verðmæti heimsins.

Í tilefni dagsins ætla landverðir að bjóða í fjallgöngu í friðlandinu Vatnsfirði upp að Helluvatni föstudaginn 31. júlí. Mæting er við Hótel Flókalund kl. 13:00, þar sem gangan hefst. Mikilvægt er að klæða sig eftir veðri, vera í góðum skóm og hafa með sér vatn og nesti. Gangan er miðlungs létt og mesta hækkun er um 300 m. Áætlað er að gangan taki 3 klst.

Nánari upplýsingar í síma 822-4019.