Stök frétt

Birt með leyfi Mannvit

Höfundur myndar: Mannvit ehf.

Umhverfisstofnun hefur unnið tillögu að starfsleyfi fyrir Nesbik ehf. á Akureyri.

Bikbirgðastöðvar teljast olíubirgðastöðvar en þær eru þó aðgreindar í reglugerð (nr. 1288/2012) í lægri eftirlitsflokk (minna eftirlit) en aðrar slíkar stöðvar. Þetta er vegna minni mengunarhættu en í venjulegum slíkum stöðvum.

Tillagan mun liggja fyrir ásamt umsóknargögnum á skrifstofu Akureyrarbæjar á tímabilinu 16. júlí til 10. september 2015. Frestur til að gera athugasemdir við tillöguna er til 10. september 2015.

Tengd Skjöl