Stök frétt

Umhverfisstofnun hefur ákveðið í  samræmi við 2. mgr. 27. gr. í reglugerð nr. 785/1999, um starfsleyfi fyrir atvinnurekstur sem getur haft í för með sér mengun, að fallast á færslu starfsleyfis Íslandslax hf. að Núpum III í Ölfusi yfir á Íslandsbleikju ehf., enda verði ekki önnur breyting á starfsemi skv. starfsleyfinu. Með þessu færast öll réttindi og allar skyldur varðandi starfsleyfið til Íslandsbleikju ehf. Athygli er vakin á því að starfsleyfið gildir til 1. desember 2019.
 

Einnig hefur verið fallist á færslu starfsleyfis Silfurstjörnunnar hf. við Núpsmýri í Öxarfirði yfir á Íslandsbleikju ehf., enda verði ekki önnur breyting á starfsemi skv. starfsleyfinu. Með þessu færast öll réttindi og allar skyldur varðandi starfsleyfið til Íslandsbleikju ehf.

Athygli er vakin á því að starfsleyfið gildir til 1. júlí 2017.