Stök frétt

Dagur B. Eggertsson borgarstjóri og Kristín Linda Árnadóttir forstjóri Umhverfisstofnunar undirrituðu eftir hádegi í gær verndar- og stjórnunaráætlanir og umsjónarsamninga fyrir friðlýstu svæðin Fossvogsbakka, Háubakka og Laugarás í Reykjavík. Athöfnin fór fram í blíðskaparveðri við Fossvogsbakka í Nauthólsvík. Þau Dagur og Kristín Linda voru sammála um að samstarf ríkis og borgar við undirbúninginn hefði heppnast með miklum ágætum.

Verndar- og stjórnunaráætlanir fyrir friðlýst svæði eru stjórntæki þar sem lögð er fram stefna um verndun svæðanna og hvernig viðhalda skuli verndargildi þeirra. Áætlanirnar gilda til 10 ára. Með umsjónarsamningum er Reykjavíkurborg falin dagleg umsjón og rekstur svæðanna en það er stefnan að heimamenn á hverjum stað komi meira að umsjón friðlýstra svæða. 

Verndar- og stjórnunaráætlanir fyrir svæðin þrjú má nálgast hér: