Stök frétt

Umhverfisstofnun heldur opinn kynningarfund um starfsleyfistillögu Efnamóttökunnar hf. til að taka á móti allt að 7.900 tonnum af spilliefnum, raftækjum og öðrum úrgangi á ári til meðhöndlunar. Starfssemin verður staðsett að Berghellu 2, Hafnarfirði.

Starfsleyfistillagan fór í auglýsingu 15. maí sl. og lýkur lögbundnum auglýsingatíma 10. júlí næstkomandi. Tillagan ásamt starfsleyfisumsókn er aðgengileg á vef Umhverfisstofnunar.

Fundurinn verður haldinn í áhaldahúsi Hafnarfjarðarbæjar, Norðurhellu 2, kl 17, þann 7. júlí.

Tengd Skjöl