Stök frétt

mynd

Nú er sólin hátt á lofti og hitastig hækkar. Með hlýnandi veðurfari og sumarfríi landsmanna eykst aðsókn á sund- og baðstaði landsins og er því rétt að skerpa á þeim reglum sem um þá gilda:

  • Börn yngri en 10* ára skulu vera í fylgd með syndum ábyrgðarmanni 15 ára eða eldri.
  • Ábyrgðarmaður má ekki taka með sér fleiri en tvö börn í sund, nema um sé að ræða foreldri eða forsjármann barna.

Einnig er rétt að árétta að þrátt fyrir að sundlaugavarsla sé til staðar á sund- og baðstöðum skal ábyrgðarmaður barna í sundi ávallt gæta að öryggi þeirra barna sem eru með honum á meðan þau eru í eða við laug.

Þessar reglur eru settar með öryggi almennings í huga og þeim ber að fylgja.

*Aldursmörk gilda til 1. júní það ár sem barnið verður 10 ára, það er eftir 4. bekk grunnskóla.