Umhverfisstofnun bárust tvær athugasemdir við auglýsingu tillögu starfsleyfisins, annars vegar frá Heilbrigðisnefnd Suðurlands og hins vegar frá Orkustofnun. Heilbrigðisnefnd Suðurlands gerði eina athugasemd varðandi orðalag greinar 2.4 í starfsleyfinu, en ekki kom nægilega skýrt fram hvaða kröfur eru gerðar varðandi fráveituna. Var fyrstu setningu gr. 2.4 því verið breytt frá auglýstri tillögu, þannig að vísað er í 7. mgr. 9. gr. reglugerðar 798/1999. Orkustofnun gerir athugasemd um að ekki hafi verið til staðar nýtingaleyfi á vatni skv. 6. gr. laga um rannsóknir og nýtingu á auðlingum. Rekstraraðila var leiðbeint um að sækja um nýtingaleyfi til Orkustofnunar og var það gefið út þann 26. maí sl.
Nánari upplýsingar um meðferð athugasemda eru í greinargerð sem fylgir fréttinni.
Nýja starfsleyfið tók gildi 3. júní sl. og gildir til 3. júní 2019.