Stök frétt

Umhverfisstofnun tekur að vanda þátt í Hátíð hafsins og býður að þessu sinni upp á áhugaverða og upplýsandi fræðslu fyrir fjölskylduna um örplast í sjó og hvaða áhrif örplast hefur á lífríkið og okkur mennina. Örplast berst í sjóinn með skólpi, ám og lofti. Spilliefni geta fest sig við örplastið. Plastúrgangur brotnar niður í örsmáar agnir, annarsflokks örplast, vegna veðrunar og dýra sem innbyrða það.

Bás Umhverfisstofnunar á Hátíð hafsins verður opinn laugardaginn 6. júní og sunnudaginn 7. júní frá klukkan 11:00 til 17:00. Við hvetjum alla til að heimsækja okkur enda framsetningin lifandi og skemmtileg. Hátíðarsvæðið nær frá Hörpu, gegnum Gömlu höfnina í Suðurbuktinni, gegnum Grandagarð og að HB Granda.