Stök frétt

Í síðustu viku var úthlutað þeim leyfum sem ekki voru greidd við fyrstu úthutun á biðlistana. Stærstur hluti þeirra leyfa sem nú var úthlutað, ríflega 90 leyfi eru nóvemberleyfi á kýr á svæðum 7. 8. og 9. sem voru boðin þeim sem eru með varaumsóknir á þessum svæðum og höfðu ekki fengið úthlutun. Fáir sóttu um þessi nóvemberleyfi og var því ákveðið að fara þessa leið þar sem allir sem sóttu um nóvemberleyfi höfðu fengið úthlutað leyfi.

Á mörgum svæðum er farið að bjóða umsækjendum kúaleyfi út á varaumsóknir þar sem biðlisti aðalumsókna er búinn. Minna gengur á biðlista tarfaumsókna. Umsækjendur eru beðnir að fylgjast með tölvupóstum og svara þeim póstum sem berast þar sem mikilvægt er að fá að vita sem fyrst hvort menn þiggja úthutað leyfi. Nú þurfa menn að greiða leyfið að fullu þegar þeir hafa fengið úthutað. Skotpróf þurfa leyfishafar að taka fyrir 1. júlí og er mjög gott að vera ekki að því á síðustu stundu.