Stök frétt

Landverðir við eftirlit í Mývatnssveit komu að ljótum utanvegaakstri í hlíðum Hverfjalls eða Hverfells síðastliðinn fimmtudag. Athæfið verður ekki skrifað á holótta vegi. 

Á vettvangi hafði bíl verið ekið tæpa 100 metra út fyrir veg og upp í hlíðar gígsins sem er einstakt náttúrufyrirbæri á heimsvísu. Bílnum hafði verið ekið upp þar til hann spólaði sig fastan vegna bratta. Eins og gefur að skilja eru ummerki svona aksturs í lausu undirlagi mikil. Mjög mikilvægt er að afmá þau eins skjótt og kostur er til að lágmarka líkurnar á að aðrir fari að fordæmi þessa ökumanns. Þau sem hafa kunna að hafa upplýsingar um athæfið eru beðin um að hafa samband við Umhverfisstofnun. Utanvegaakstur er viðvarandi vandamál á Íslandi þrátt fyrir að akstur utan vega sé ólöglegur. 

Hverfjall eða Hverfell er eitt af kennileitum Mývatnssveitar og er friðlýst náttúruvætti.